Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 10.02.2021

Kosningar til formanns og stjórnar 2021

Kjörstjórn VR fundaði í dag með frambjóðendum til formanns og stjórnar félagsins og kom þar fram að allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu hefst kl. 9:00 þann 8. mars næstkomandi og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 12. mars. Niðurstöður kosninganna verða kynntar síðar þann sama dag.

Eins og áður hefur komið fram barst kjörstjórn VR tvö einstaklingsframboð til formanns og eru það framboð núverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar og framboð Helgu Guðrúnar Jónasdóttur. Þá bárust 11 einstaklingsframboð til stjórnar en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Kjörstjórn VR mun auglýsa tilhögun kosninga nánar þegar nær dregur. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra verða birtar á vef VR fljótlega.