Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 11.02.2021

Skiptir hamingja á vinnustað máli? Rafrænt námskeið

VR býður upp á áhugavert námskeið þriðjudaginn 16. febrúar næstkomandi um hvers vegna það skiptir máli að leggja áherslu á hamingju á vinnustað og hvernig hægt er að skapa umhverfi þar sem starfsmenn eru hamingjusamir. Maríanna Magnúsdóttir, rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino, fer yfir hvernig hægt er að skapa þannig umhverfi að starfsmenn nýti hugvit og sköpunargleði sína í að veita framúrskarandi þjónustu og veitir innblástur um hvernig hver og einn getur unnið markvisst að því að skapa hamingju á vinnustað.

Rafræn námskeið og fyrirlestrar VR hafa heldur betur slegið í gegn hjá félagsmönnum og núna í janúar 2021 hafa yfir 750 félagsmenn nýtt sér þessa þjónustu. Vakin er sérstök athygli á því að námskeiðin fara fram í gegnum samskiptaforritið Zoom og þar sem þau eru gagnvirk eru þau einungis aðgengileg á rauntíma. Þátttakendur fá mest út úr námskeiðunum með því að gefa sér góðan tíma og taka virkan þátt í umræðum og verkefnum á meðan á námskeiði stendur.

Smelltu hér til að skrá þig!