Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Ragga.Portrait.Bragi.Kjarvalst

Almennar fréttir - 09.09.2021

Námskeið VR á haustönn hefjast í næstu viku!

VR býður upp á metnaðarfulla dagskrá af námskeiðum og hádegisfyrirlestrum nú á haustönn 2021. Þemað í september og október er starfsþróun og stafræn hæfni. Sjaldan hefur heimurinn breyst jafn mikið á stuttum tíma og í fjórðu iðnbyltingunni og þörfin til að laga sig að nýjum aðstæðum og breytingum því mikil. Við stöndum því frammi fyrir gríðarlegum tækifærum þegar kemur að starfsþróun og þess vegna byrjum við haustið á námskeiðinu Starfsþróun, hugarfar og markþjálfun með Ragnheiði Aradóttur, PCC stjórnenda- og teymismarkþjálfa. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 14. september kl. 9:00-10:30. Farið verður yfir hvernig við getum þróað hæfni okkar, skoðaðar leiðir sem eru færar til að efla okkur, búið til starfsþróunarplan og skoðað hvernig við getum tileinkað okkur betur hugarfar vaxtar til að geta betur tekist á við breytingar.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og til að skrá þig.

Önnur námskeið sem tengjast starfsþróunarþemanu verða:

Málum þakið þegar sólin skín

Stefán Karl Snorrason, starfsþróunar- og gæðastjóri hjá Íslandshótelum fer yfir vegferð keðjunnar að því að verða útnefnt Menntafyrirtæki ársins 2021 af Samtökum atvinnulífsins. Fjallað verður um fyrstu skrefin í vegferðinni, þá þætti sem voru í lykilhlutverki og þær áskoranir sem þurfti að yfirstíga.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og til að skrá þig.

Góð og styðjandi fyrirtækjamenning er forsenda góðs árangurs

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa fer yfir hvernig Samkaup hefur byggt upp menningu í fyrirtækinu sem styður við starfsþróun, endurmenntun og umfram allt að veita einstaklingum tækifæri til vaxtar út frá þeirra styrkleikum.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og til að skrá þig.