Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
Midhusaskogur_37.jpg

Almennar fréttir - 17.02.2017

Nýtt orlofshús VR og þrjár nýjar orlofsíbúðir komin í útleigu

Í orlofskerfi VR hefur nú verið opnað fyrir útleigu á þremur nýjum orlofsíbúðum VR á Akureyri og nýju stóru orlofshúsi í Miðhúsaskógi.
Þetta er liður í stórátaki í fjölgun orlofskosta fyrir VR félaga sem stjórn félagsins hrundi af stað fyrir skömmu.
Íbúðirnar á Akureyri eru allar í hjarta miðbæjarins að Skipagötu 5 þar sem strax eru til leigu 2 herb. og 3 herb. íbúðir. Síðan bætist þar við 4 herb. íbúð í útleigu frá og með 1. mars 2017.
Leiguverð íbúðanna nú í vetur er á bilinu 4.500 – 5.500 kr. sólarhringurinn og helgarleiga að vetri er milli 18.000 – 22.000 kr.

Þessu til viðbótar bætist nú við í útleigu stórt nýtt orlofshús í Miðhúsaskógi frá og með 1. mars 2017.

Sjá nánar á orlofsvef VR.

Búast má við að fleiri nýir orlofskostir muni bjóðast til útleigu næstu misserin og munum við færa ykkur fréttir af því um leið og slíkt gerist.