Vr Husid 2020 Prent

Almennar fréttir - 13.11.2023

Verkalýðsfélag Grindavíkur með aðstöðu hjá VR

Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur flutt skrifstofu sína til Reykjavíkur tímabundið og hefur þegið boð VR um aðstöðu á skrifstofu VR í Húsi verslunarinnar í Kringlunni 7. Símanúmer og netfang verða óbreytt.

Verkalýðsfélag Grindavíkur og VR ásamt ASÍ vinna nú sameiginlega að því að tryggja félagsfólki í báðum félögum sem starfa hjá fyrirtækjum í Grindavík og nágrenni fulla framfærslu á meðan óvissuástand ríkir. Vonir okkar standa til þess að veita félagsfólki alla þá aðstoð sem hægt er.