Vr Fanar Kringlan 2

Almennar fréttir - 12.11.2023

VR lánar orlofshús til Grindvíkinga

Stjórnvöld leituðu til VR og annarra stéttarfélaga með að lána orlofshús og -íbúðir til íbúa Grindavíkur sem þurftu að rýma bæinn um helgina og hefur félagið boðið fram nokkur hús nú þegar. VR getur lánað fleiri eignir, ef þörf krefur. Haft verður samband við þá VR félaga sem hafa tekið umrædd hús á leigu með ósk um að þeir falli frá leigunni í ljósi stöðunnar.

Við vonum að félagsfólk sýni þessari aðgerð skilning og teljum afar mikilvægt að stéttarfélög og önnur félagasamtök sem geta leggi sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Grindavíkur eins og frekast er unnt.