Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_jolatre-1.jpg

VR blaðið - 11.12.2017

Viltu styrkja Kvennaathvarfið um hálfa milljón?

Sendu okkur (í Facebook spjalli) jólamynd, hún má vera falleg, fyndin, uppáhalds jóladótið, fjölskyldumynd eða hvað sem er, og segðu okkur söguna á bakvið hana. Við söfnum myndunum saman og birtum á Facebook síðu VR. Í lok leiksins velur dómnefnd sigurvegara þar sem undirtektir og viðbrögð á Facebook hafa mest vægi. Við gefum hálfa milljón til Kvennaathvarfsins í nafni sigurvegarans, sanna gjöf sem gefur. Verður það þitt nafn? Hjálpaðu okkur að vekja athygli á málstað Kvennaathvarfsins með því að deila þessum leik og skora á vini þína og fjölskyldu að taka þátt!

Þú getur einnig styrkt Kvennaathvarfið beint með því að fara á vefsíðu athvarfsins en jafnframt má senda tölvupóst á netfangið sigthrudur@kvennaathvarf.is eða í hringja í síma 561 1205.