Félagsmenn VR mega kaupa fleiri gjafabréf Icelandair

Fréttir - 10.05.2019
Félagsmenn VR mega kaupa fleiri gjafabréf Icelandair

English below

Á fundi stjórnar VR 8. maí sl. var samþykkt að auka fjölda þeirra gjafabréfa hjá Icelandair sem félagsmenn VR mega kaupa á hverju almanaksári. Gildir það frá 1. janúar 2019.

Í stað tveggja bréfa á ári mega félagsmenn nú kaupa fjögur gjafabréf Icelandair á hverju almanaksári. Þeir sem ekki hafa nýtt rétt sinn til kaupa á árinu 2019 hafa því heimild til að kaupa fjögur bréf en þeir sem þegar hafa keypt t.d. tvö bréf frá áramótum 2019 mega kaupa tvö bréf til viðbótar. Verð fyrir gjafabréf er 23.000 kr. og gildir það sem 30.000 kr. greiðsla upp í farseðil eða pakkaferð í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair.

Sjá nánari reglur á orlofsvef VR hér.

VR members can now buy additional Icelandair gift cards

The VR board has approved to increase the number of Icelandair gift cards that VR members may purchase each calendar year. Valid from January 1, 2019.

Instead of two gift cards a year, VR members can now buy four Icelandair gift cards each calendar year. Those who have not purchased gift cards in 2019 can now buy four gift cards but those who have already purchased e.g. two gift cards from the beginning of the year 2019 may purchase two additional Icelandair gift cards. The price for a single Icelandair gift card is ISK 23,000 and that is worth ISK 30,000 when used as payment towards the price of an air ticket or package tour ticket to all Icelandair destinations in their scheduled service.

See more detailes here. (Icelandic only)

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR