Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fyrirtaeki Arsins 2019 1 2

Almennar fréttir - 16.05.2019

Fyrirtæki ársins 2019 - fimmtán fyrirtæki fá viðurkenningu

English below

Fyrirtæki ársins 2019 hafa verið valin samkvæmt niðurstöðum könnunar sem VR stendur fyrir meðal þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar voru kynntar í fjölmennri móttöku á Hilton Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí.

Fyrirtæki ársins eru fimmtán talsins, fimm í hverjum stærðarflokki:

  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi stórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 70 eða fleiri, eru LS Retail, Nordic Visitor, PwC, Sjóvá og Vörður tryggingar.
  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi millistórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 30 til 69 eru Cyren, dk hugbúnaður, Tengi, Toyota á Íslandi og TRS.
  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi lítilla fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru færri en 30, eru Attentus – mannauður og ráðgjöf, Bókhald og uppgjör, Egill Árnason, Eirvík og Microsoft Ísland.

Fimmtán fyrirtæki í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2019 en lista yfir þau fyrirtæki má sjá hér.

Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmannanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað mætti betur fara.

Um framkvæmdina
Árleg könnun VR á Fyrirtæki ársins er send til félagsmanna og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði en 118 fyrirtæki tryggðu öllum starfsmönnum sínum þátttöku í könnuninni í ár, óháð stéttarfélagsaðild. Af þeim komust 114 á lista yfir fyrirtæki ársins en ekki náðist lágmarksþátttaka hjá hinum fyrirtækjunum.

Einungis fyrirtæki sem bjóða öllum starfsmönnum sínum að taka þátt í könnuninni koma til greina í valinu á Fyrirmyndarfyrirtæki eða Fyrirtæki ársins.

 

Company of the Year 2019 – fifteen companies win awards

Fifteen companies have received awards in VR‘s annual Company of the Year survey. This survey is conducted by VR among thousands of employees in the private sector. The results were presented at a well attended reception at Hilton Nordica hotel in Reykjavik on 16 May.

There are five companies in each category which is according to size:

  • Companies of the year 2019 in the group of large companies, with 70 or more employees are: LS Retail, Nordic Visitor, PwC, Sjóvá and Vörður insurance.
  • Companies of the year 2019 in the group of medium-sized companies, with between 30 - 69 employees are: Cyren, dk software, Tengi, Toyota Iceland and TRS.
  • Companies of the year 2019 in the group of small companies, with fewer than 20 employees are: Attentus Consulting, Bókhald og uppgjör, Egill Árnason, Eirvík and Microsoft Iceland.


In addition to this a further fifteen companies in each size category receive the title Model Company of the Year 2019 and a list of those companies can be found on the VR website (Icelandic only).

The aim of the survey is to gather information about employees' attitudes towards their workplace, but the survey is also a platform for employees to tell managers what is well done in the workplace and what could be done better.