Tilboð til VR félaga

VR í samstarf við 1819 Torgið

Nýlega hófu VR og 1819 Torgið samstarf sem gerir afsláttarkjör fyrir félagsfólk VR aðgengilegri og þægilegri í notkun. Ekki þarf lengur að fletta tilboðum upp á vef og sýna félagsskírteini til að virkja afslætti heldur verða tilboðin nú öll á einum stað innan seilingar í snjallsímum og spjaldtölvum félagsfólks.

Hvað er 1819 Torgið?

1819 Torgið er þjónustuveita sem heldur utan um afslætti, tilboð og sérkjör hjá fjölda samstarfsaðila og miðlar þjónustunni í gegnum smáforrit (app) fyrir snjallsíma sem hægt er að sækja endurgjaldslaust fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.

Meira í boði fyrir VR félaga

VR félagar fá öll þau VR tilboð sem hingað til hafa verið í boði fyrir félagsfólk auk aðgangs að svokölluðum lykilfyrirtækjum sem bjóða föst sérkjör allt árið. Eina sem félagsfólk þarf að gera til að virkja þau kjör er að sækja appið og byrja. Þegar skráningu í 1819 Torgið er lokið sér félagsfólk að opnaður hefur verið aðgangur fyrir tvö svæði. Annars vegar svæðið „Torgið“ þar sem má finna lykilfyrirtækin og svo „VR“ svæðið þar sem tilboð til félagsfólks er að finna. Inni í þeim flokki eru fastir afslættir en einnig munu koma inn árstíðarbundin tilboð sem eru virk þrjá mánuði í senn og verður svo skipt út fyrir ný tilboð.

Hægt er að nálgast appið frítt bæði í App store fyrir Iphone og Ipad notendur, og í Play store fyrir notendur sem hafa Android síma eða Android spjaldtölvu.

Þú skráir þig inn í appið með rafrænum skilríkjum. Í appinu birtast öll VR tilboð undir „Hópar“ sem er aðgengilegt neðst í appinu. Ef þú ert ekki með rafræn skilríki getur þú fengið sent sms til að skrá þig inn.

Smelltu hér til að sækja TORGIÐ

Smelltu hér til að lesa umfjöllun í VR blaðinu.