Tilboð til VR félaga

Yfir 150 tilboð til VR félaga gegnum Spara appið

Spara appið er þjónustuvettvangur sem geymir mörg hundruð tilboð á fjölbreyttum vörum og þjónustu frá samstarfsaðilum. Afsláttarkjör eru allt að 30% prósent og auðvelt að nýta þau með einum smelli. VR og Spara appið eru í samstarfi og sameina öll þín vildarkjör á einum stað. Spara appið er einfalt í notkun. VR félagar sækja appið í símann og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Undir "þínir hópar" í appinu ætti VR að birtast.

Við nýskráningu velur einstaklingur þá vöruflokka sem eru í mestu uppáhaldi og auðveldar þannig aðgang að þeim tilboðum gætu helst nýst viðkomandi.
Fjölbreytni þjónustu og vöruflokka er mikil og spannar allt frá „unaðsvörum til ástandsskoðana bifreiða“!

Hvernig finn ég tilboð?

  • Þegar þú hefur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum birtast öll tilboð sem standa þér til boða í appinu.
  • Til að virkja ákveðið tilboð smellirðu á það og getur nýtt það strax við greiðslu.
  • Fjölbreytni afsláttarkjara er reyndar slík að það borgar sig einnig að prófa að fletta nafni verslunar upp þegar þú ert að kaupa eitthvað. Ef viðkomandi þjónustuaðili er með tilboð fyrir þinn hóp kemur það strax fram og þú getur virkjað afsláttinn.