Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
kjarasamningar.JPG

Almennar fréttir - 24.04.2019

Kjarasamningar VR samþykktir

Niðurstöður í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR í kosningu fyrir nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 

Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með 88,35% atkvæða, en já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7%. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 félagsmenn og greiddu 7.104 atkvæði, og var kjörsókn því 20,85%.

Kjarasamningur VR við FA var samþykktur með 88,47% atkvæða, en já sögðu 399 félagsmenn og nei 47, eða 10,42%. Auð atkvæði voru 5 eða 1,1%. Á kjörskrá um saming VR og FA voru 1.699 félagsmenn og greiddu 451 atkvæði, og var kjörsókn því 26,55%.

Atkvæðagreiðslan var rafræn á vr.is og var haldin dagana 11.-15. apríl sl. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru birtar í dag, miðvikudaginn 24. apríl, samhliða niðurstöðum annarra félaga.