25. nóvember - alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum
Almennar fréttir
24.11.2017
Það er kunnara en frá þurfi að segja að konur verða mun frekar fyrir ofbeldi á vinnustað en karlar, hvort sem er kynferðisleg áreitni eða líkamlegt ofbeldi. Ofbeldið undirstrikar þá kerfislægu kynjamismunun sem gegnsýrir vinnustaði og samfélög víða um heim. Alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn ofbeldi gagnvart konum, sem er laugardaginn 25. nóvember, er kjörið tækifæri fyrir stéttarfélög um allan heim til að taka málin í sínar hendur og ráðast gegn kynbundnu ofbeldi á vinnumarkaði.