Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 10.03.2021

Rúmlega fimm þúsund hafa kosið hjá VR

Allsherjaratkvæðagreiðsla til formanns og stjórnar VR hófst á mánudaginn sl., 8. mars 2021.
Um kl. 10 í morgun, miðvikudaginn 10. mars, höfðu 5117 atkvæði verið greidd. Á kjörskrá eru 35.920 félagsmenn.

Við hvetjum alla félagsmenn til að nýta kosningarétt sinn. Atkvæðagreiðslan er rafræn, sjá nánari upplýsingar hér. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12 á hádegi föstudaginn 12. mars.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur til formanns má finna hér og um frambjóðendur til stjórnar hér.