Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Utsynismyndir 1

Almennar fréttir - 12.05.2021

Launarannsókn VR komin út

Heildarlaun félagsmanna voru 685 þúsund krónur í febrúar síðastliðnum þegar litið er til miðgildis launa en miðgildi grunnlauna var 680 þúsund. Þetta sýnir launarannsókn VR. Hér er um að ræða miðgildi launa allra félagsmanna en launaupplýsingar eftir starfsheiti og atvinnugrein, má sjá hér.

VR birtir niðurstöður launarannsóknar tvisvar á ári, miðað við laun í febrúar og september. Miðgildi heildarlauna hækkaði um 18 þúsund krónur milli september 2020 og febrúar 2021 og miðgildi grunnlauna hækkaði um tæplega 19 þúsund krónur.

Launarannsókn VR byggir á greiddum félagsgjöldum og skráningum félagsmanna á upplýsingum um starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum. Launarannsókn febrúar 2021 byggir á launum tæplega 11 þúsund félagsmanna sem skráð hafa upplýsingarnar á Mínum síðum. Þetta er hátt í þriðjungur félagsmanna í þeim mánuði.

Launarannsókn sýnir bæði grunnlaun og heildarlaun. Birt eru meðallaun, miðgildi launa og efri og neðri mörk. Einnig er birtur fjöldi svarenda bak við niðurstöðurnar. Hægt er að skoða laun eftir starfsstétt eingöngu eða eftir starfsstétt innan atvinnugreina. Í ár var gerð breyting á aðferðarfræði launarannsóknar miðað við fyrri ár til að draga úr vægi launabreytinga milli ára sem rekja má til tilfallandi greiðslna.