Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_adalfundur_2018-1.jpg

Almennar fréttir - 29.05.2018

Friðrik Már vanhæfur – yfirlýsing þriggja formanna stéttarfélaga

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ásamt formönnum stéttarfélaganna Framsýnar á Húsavík og Verkalýðsfélags Akraness sendu frá sér yfirlýsingu í dag 29. maí 2018. Í yfirlýsingunni gagnrýna þeir harðlega val forsætisráðherra á Friðrik Má Baldurssyni, prófessor við HÍ, sem formanni hæfnisnefndar til mats á hæfni umsækjenda um embætti aðstoðarseðlabankastjóra.

Formennirnir telja Friðrik Má algjörlega vanhæfan til starfans og telja verulega hættu á að skipan hans gæti verið fyrsta skrefið í þá átt að verðbólgunni verði hleypt lausri vegna stundarhagsmuna spákaupmanna þvert á hagsmuni almennings.

Yfirlýsinguna má lesa í heild hér.