Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
kjarasamningar.JPG

Almennar fréttir - 08.04.2019

Kjósum um kjarasamninga VR

Rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna VR um nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda hefst 11. apríl kl. 9:00 og lýkur 15. apríl kl. 12:00.

Kosning fer fram á vr.is. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is. Kjörgögn með nánari upplýsingum berast félagsmönnum á næstu dögum.

Frekari upplýsingar má einnig nálgast á vr.is eða í síma 510 1700.

Kjörstjórn VR