Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Logo 2 (1)

Almennar fréttir - 10.03.2020

Kosning um vinnustöðvun hjá Rio Tinto á Íslandi

Á fundi samninganefndar VR, þann 3. mars 2020 var samþykkt atkvæðagreiðsla um boðun vinustöðvunar skv. 15. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Samningaviðræður um framlagðar kröfur VR vegna endurnýjunar kjarasamnings við Rio Tinto á Íslandi hf. og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd félagsmanna sinna hafa reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Inn á atkvæðaseðlinum má finna tillögu um vinnustöðvunina sem um ræðir.

Félagsmenn VR sem starfa eftir kjarasamningi Rio Tinto á Íslandi og VR hafa atkvæðisrétt. Þeir félagsmenn hafa fengið sendan tölvupóst.

Atkvæðagreiðslan hófst kl. 12:00 á hádegi í dag, þann 10. mars og henni lýkur kl. 13:00, föstudaginn
13. mars. 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu aðaltrúnaðarmanns í Straumsvík 11., 12. og 13. mars milli 9:00 og 12:00.

Þegar smellt er á hnappinn hér fyrir neðan þarf að skrá sig inn á atkvæðaseðilinn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Ef spurningar vakna varðandi atkvæðagreiðsluna vinsamlegast hafið sambandi við þjónustuver VR, vr@vr.is.

Smelltu hér til að kjósa