Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Logo 2 (1)

Almennar fréttir - 15.07.2020

Varðveittu réttindi þín hjá VR

Það er að mörgu að huga þegar fólk missir vinnuna og getur skipt sköpum fyrir félagsmenn VR að halda áfram að greiða til félagsins. Með því varðveitast áunnin réttindi í t.d. starfsmennta- og sjúkrasjóð. Í umsóknarferlinu um atvinnuleysisbætur þarf að velja VR í sérstöku boxi til að greiða félagsgjald til stéttarfélags af atvinnuleysisbótum.

Athugið að þegar félagsgjöld hafa ekki borist vegna síðustu sex mánaða falla öll réttindi í starfsmenntasjóð niður. Réttindi í sjúkrasjóð tapast einnig ef félagsgjöld halda ekki áfram að berast af atvinnuleysisbótum.

Ef félagsmaður fær nú þegar greiddar atvinnuleysisbætur og er óviss um hvort sé verið að greiða félagsgjöld til VR af þeim þá er einfalt mál að skrá sig inn á Mínar síður hjá Vinnumálastofnun, velja Persónuupplýsingar og  Bankaupplýsingar, lífeyrissjóður og stéttarfélag og sjá þannig hvort verið sé að greiða til VR. Ef gleymst hefur að merkja við VR í boxinu þar sem stéttarfélag er valið þá getur félagsmaður breytt skráningunni sjálfur þarna undir.

Atvinnuleitendur sem voru þegar félagsmenn VR þegar þeir misstu vinnuna geta greitt til félagsins af atvinnuleysisbótum og myndað þannig réttindi í sjóðum VR. Hafi atvinnuleitendur ekki verið félagar í VR við upphaf atvinnuleysisbótagreiðslna skulu þeir hafa greitt félagsgjald til VR að lágmarki í 36 mánuði á síðustu 5 árum fyrir umsókn atvinnuleysisbóta.

Nánari upplýsingar má finna á undir „Lög og reglugerðir“ á vr.is. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver VR í s. 510-1700.