Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-3.jpg

Efnahagsyfirlit - 15.02.2019

Matarverð og íslenska krónan

Umræða um hærra matarverð á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin stingur alltaf reglulega upp kollinum, enda matur einn af stærstu kostnaðarliðum heimilanna. Nýleg könnun Alþýðusambandsins á vöruverði í Reykjavík og höfuðborgum hinna Norðurlandanna bendir til þess að matarkarfan sé 67% dýrari í Reykjavík en Helsinki, þar sem hún er ódýrust. En hvaða ástæður geta legið þar að baki? Um það er fjallað í nýjasta Efnahagsyfirliti VR.

Gengi krónunnar er einn af stóru þáttunum sem hefur áhrif á verðsamanburð milli Íslands og annarra landa. Þegar gengi krónunnar er sterkt er matarverð á Íslandi hátt í samanburðinum en þegar gengi krónunnar er lágt er Ísland ódýrt. Á myndinni má sjá matarverð á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin ásamt gengisvísitölu krónunnar. Þó fleira komi til en eingöngu gengi krónunnar skýrir það stóran hluta af þeim mun sem við sjáum á verði matvöru á Íslandi í samanburði við önnur lönd.

Í Efnahagsyfirlitinu er einnig fjallað um verðbólguna, einkum þróun undirliða vísitölu neysluverðs en þeir hafa þróast á ólíkan hátt síðustu ár. Neyslumynstur einstaklinga er ólíkt og upplifa þeir því verðbólguna á ólíkan hátt. Þá er í yfirlitinu fjallað um væntingar Íslendinga til stöðu efnahagslífsins og atvinnuþróunar sem og þróun falins atvinnuleysis.

Sjá Efnahagsyfirlit VR fyrir febrúar 2019, pdf.