Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-1.jpg

Efnahagsyfirlit - 13.12.2018

Efnahagsyfirlit VR - Hvenær er svigrúm til að hækka launin?

Í samningaviðræðum um kjarasamninga er iðulega rætt um svigrúm til launahækkana. Hversu mikið það er og hvernig það hefur þróast. Svigrúm fer eftir stöðu efnahags- og atvinnulífs hverju sinni og er óhætt að segja að launafólk og atvinnurekendur líti það ólíkum augum. Það virðist í raun ekki skipta máli hvort á Íslandi ríki góðæri eða djúp kreppa, atvinnurekendur sjá nánast aldrei svigrúm til launahækkana. Um þetta er fjallað í nýjasta Efnahagsyfirliti VR og birt mynd sem sýnir viðhorf Samtaka atvinnulífsins til þessa svigrúms eftir stöðu efnahagslífsins.

Í yfirlitinu er einnig fjallað um stöðu þeirra yngstu og þeirra elstu á íslenskum vinnumarkaði en bæði byrja Íslendingar að vinna fyrr en nágrannaþjóðirnar og vinna jafnframt lengur. Þá er fjallað um launamun kynjanna og haldið áfram umfjöllun um áhrif barneigna á tekjur karla og kvenna. Að síðustu viljum við benda á áhugaverðan samanburð helstu hagvísa á árunum 2007, 2015 og 2018.

Sjá Efnahagsyfirlit VR, desember 2018, á pdf.