Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
rvk-3.jpg

Efnahagsyfirlit - 30.10.2018

Starfsævi Íslendinga um 11 árum lengri en Evrópubúa

Íslendingar vinna lengri vinnuviku en flestir aðrir. Um það hefur margoft verið fjallað í fjölmiðlum. Minna hefur hins vegar verið fjallað um þá staðreynd að starfsævi Íslendinga er sú lengsta í Evrópu. Íslenskir karlar eru t.d. rúmum áratug lengur á vinnumarkaði en karlar í ESB að meðaltali og íslenskar konur tæplega tólf árum lengur en kynsystur þeirra í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Ítarlega er fjallað um málið í nýjasta Efnahagsyfirliti VR.

Í yfirlitinu er einnig fjallað um virkni stýrivaxta á Íslandi en breytingar á stýrivöxtum Seðlabankans vekja jafnan miklar athygli í fjölmiðlum þegar þær eru tilkynntar. Í yfirlitinu er hins vegar bent á hve bitlausir stýrivextir eru sem hagstjórnartól. Þá er í yfirlitinu fjallað um þróun húsnæðisverðs en hækkun fasteignaverðs má sjá víðar en á Íslandi.