Leigufélag VR auglýsir eftir fjölbýlishúsi til kaups

Fréttir - 06.04.2018
Leigufélag VR auglýsir eftir fjölbýlishúsi til kaups

Leigufélag VR leitar að fjölbýlishúsi til kaups á höfuðborgarsvæðinu til útleigu til félagsmanna VR. Óskað er eftir húsi með að lágmarki 20 íbúðum. Kostur er ef húsið býður upp á misstórar íbúðir.

Húsið þarf að vera í mjög góðu ásigkomulagi, en má einnig vera óbyggt eða í byggingu.

Tilboð óskast send á Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóra VR, stefan@vr.is, í síðasta lagi 22. apríl 2018. Stefán veitir einnig nánari upplýsingar, stefan@vr.is, eða í síma 510 1700.

Nýjustu fréttir

Skrá mig á póstlista VR