Stjórnarmaður segir sig úr stjórn VR
                Almennar fréttir
                21.06.2019
                Ólafur Reimar Gunnarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í félaginu.
Tilefnið er afturköllun umboðs stjórnarmanna í LV sem fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum gærkvöld. Ólafur Reimar las yfirlýsingu á fundinum en yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér.