Vefspjall Lokar kl 15:30
Sími 510 1700
Hafðu samband
Opnunartímar skrifstofu
Almennar fréttir
03.11.2017
VR hefur fest kaup á orlofsíbúð við Ofanleiti 27 í Reykjavík. Íbúðin er 88 fm en í henni eru tvö svefnherbergi, svefnkrókur, stofa, eldhús, bað og geymsla.
02.11.2017
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 20. nóvember 2017. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með. Öllum tilboðum verður svarað.
31.10.2017
Stjórn VR mun leggja fram tillögur að breytingum á kosningalögum félagsins á aðalfundi VR árið 2018. Breytingatillögurnar eru sjö talsins og stuðla allar að því að kosningar í félaginu verði annað hvert ár í stað kosninga á hverju ári eins og nú er. Þá lengist einnig kjörtímabilið úr tveimur árum í fjögur en slíkar breytingar hafa verið til umræðu á síðustu árum. Var tillaga þess efnis borin upp á aðalfundi félagsins 2014 en henni var þá vísað frá þar sem meirihluti fundarmanna taldi breytinguna þurfa frekari kynningu. Er það meðal annars þess vegna sem breytingartillögurnar eru kynntar með svo góðum fyrirvara nú.
26.10.2017
24.10.2017
Kvennafrídagurinn, 24. október, er helgaður baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Þennan dag árið 1975 lögðu íslenskar konur niður vinnu og söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur til að krefjast jafnrar stöðu karla og kvenna. VR hefur á undanförnum árum og áratugum lagt mikla áherslu á baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna og hefur margt áunnist. En betur má ef duga skal og mikilvægt að við höldum baráttunni áfram.
17.10.2017
Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málefni verslunarinnar Costco á Íslandi undanfarna daga vil ég koma eftirfarandi á framfæri: Það er alveg ljóst að VR lætur brot á kjarasamningsbundnum rétti félagsmanna sinna ekki viðgangast, hvort sem um er að ræða félagsmenn hjá Costco eða annars staðar, og mun óhikað ganga alla leið til að sækja rétt sinna félagsmanna.
14.10.2017
Staðan á húsnæðismarkaði er óviðunandi en skortur er á húsnæði á hagstæðu verði bæði til kaups og leigu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun húsnæðisnefndar á 30. þingi Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) en þinginu var slitið á Akureyri í dag. Kjara- og húsnæðismál voru helstu mál þingsins.
13.10.2017
30. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna var sett á Akureyri í morgun, 13. október.
12.10.2017
Stjórnir starfsmenntasjóða sem VR á aðild að hafa samþykkt möguleika á sameignlegum styrk félagsmanns og fyrirtækis úr sjóðunum. Sameiginlegur styrkur gerir félagsmönnum og fyrirtækjum kleift að vinna betur saman að starfsþróun félagsmanna.
09.10.2017
VR býður félagsmönnum sínum á ókeypis námskeið til undirbúnings fyrir launaviðtalið. Næsta námskeið verður haldið nk. fimmtudag, þann 12. október, kl 09:00 - 12:00 í fundarsal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.
03.10.2017
VR og Verkalýðsfélag Akraness bjóða landsmönnum til opins fundar laugardaginn 7. október milli 14:00 og 16:00 í Háskólabíói. Fundurinn verður haldinn í aðalsal Háskólabíós en opið verður einnig í anddyrissalnum þar sem hægt verður að fylgjast með fundinum á stórum sjónvarpsskjám. Þá verður fundinum streymt á netinu beint svo að enginn ætti að missa af honum ef eigið ekki heimangengt, búið úti á landi eða erlendis.
28.09.2017
Stjórnir starfsmenntasjóða sem VR á aðild að hafa samþykkt hækkun á styrkjum til félagsmanna sem tekur gildi um næstkomandi áramót.