Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
ZQ2A8315.jpg

Almennar fréttir - 02.01.2020

Laun á frídögum

VR vill árétta eftir hátíðirnar að fyrir vinnu á frídögum skal greiða eftirvinnukaup eða yfirvinnukaup, eftir því sem við á, fyrir vinnu á almennum frídögum og stórhátíðarkaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum.

Frídagar yfir hátíðirnar eru:

Eftir kl. 12 á aðfangadag (stórhátíðardagur)
Jóladagur (stórhátíðardagur)
Annar í jólum (almennur frídagur)
Eftir kl. 12 á gamlársdag (stórhátíðardagur)
Nýársdagur (stórhátíðardagur)
Ekki er vinnuskylda á þessum dögum og fá launamenn því óskert laun þessa daga. Í einhverjum tilfellum er um að ræða vinnuskyldu s.s. eins og hjá starfsfólki í gestamóttöku en í þeim tilfellum er veitt vetrarfrí í staðinn.
Auk þess má minna á að fyrsta vinnudag eftir jól skal dagvinna í verslunum hefjast kl. 10.

Laun á frídögum

Samþykki launamenn að taka að sér vinnu á frídögum skal greiða eftirvinnukaup (yfirvinnukaup ef vinna þessi er umfram 171,15 klst. hjá afgreiðslufólki á mánuði) fyrir vinnu á almennum frídögum og stórhátíðarkaup fyrir vinnu á stórhátíðardögum.

Kaupið reiknast þannig:
Eftirvinnukaup: 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Yfirvinnukaup: 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Stórhátíðarkaup: 1.375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Næturvinna: 0,8824% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu á tímanum 00:00 – 07:00

Hefðbundin dagvinnulaun launamanns í föstu og reglubundnu starfi haldast auk þess óbreytt þessa daga.

Sjá nánar um útreikning launa hér og nánar um vinnutíma á frídögum og stórhátíðum hér.