Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
rvk-3.jpg

Almennar fréttir - 16.04.2019

Efnahagsyfirlit VR - Að mæla hagsæld

Mælikvarðar á hagsæld eru af ýmsum toga. Hagfræðingar styðjast iðulega við vísitölur til að varpa ljósi á efnahagslega stöðu fólks og þekkjum við flest þær helstu, til dæmis kaupmáttarvísitölu og landsframleiðslu á mann. Í nýjasta Efnahagsyfirliti VR er fjallað um þrjár vísitölur sem allajafna eru ekki í umræðunni en sýna samanburð á milli landa. Ein af þeim er vísitala félagslegra framfara, önnur er lífskjaravísitala Numbeo og sú þriðja ber það miður skemmtilega nafn eymdarvísitalan. Allar þrjár sýna hins vegar það sama, Íslendingar eru almennt í nokkuð góðri stöðu í alþjóðlegum samanburði.

Í yfirlitinu er einnig ítarleg umfjöllun um atvinnuleysi og hvernig samsetning atvinnulausra hefur breyst. Þá er fjallað um stöðu kynjanna á sviði raunvísinda og verkfræði en umtalsverð breyting hefur átt sér stað í Evrópu á því sviði síðustu ár. Efnahagsyfirlitið er gefið út í tengslum við mánaðarlega fundi stjórnar VR.