Þorsteinn

Almennar fréttir - 09.05.2023

Rafrænir fyrirlestrar á Mínum síðum

VR minnir á að allir rafrænir hádegisfyrirlestrar eru aðgengilegir félagsfólki í 30 daga eftir útsendingardag inni á Mínum síðum á vr.is. Þessir áhugaverðu fyrirlestrar eru nú aðgengilegir á Mínum síðum undir liðnum Viðburðir. Allir fyrirlestrar eru með enskum texta.

Máttur umbreytinga
Í þessum fyrirlestri kynnir Þorsteinn Bachmann nokkur leynileg klækjabrögð úr smiðju leikarans til að efla skapandi hugsun og aðlögunarhæfni í leik og starfi. Að skapa eitthvað úr engu, hvernig má velja sér tilfinningu að vild og umfram allt annað að hafa gaman að því sem maður gerir. Frábær fyrirlestur sem verður aðgengilegur til 26. maí á Mínum síðum.

Samfélag fjölbreytileikans
Hvernig búum við til samfélag tækifæra og umburðarlyndis og vinnum að virðingu í samskiptum og öllu mannlegu samspili? Í fyrirlestrinum ræðir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir um virðingu og alúð í samskiptum og áskoranir fjölbreytileikans á léttan hátt. Hilma Hólmfríður er félagsráðgjafi sem hefur starfað að samfélagslegum málefnum í tæpa tvo áratugi og starfar nú sem verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ. Þessi fyrirlestur verður aðgengilegur til 5. júní á Mínum síðum.

Smelltu hér til að skrá þig inn á Mínar síður.