Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vrbladid 2Tbl2020 Forsida

Almennar fréttir - 10.06.2020

VR blaðið er komið út!

Annað tölublað ársins 2020 af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í blaðinu er að finna umfjöllun fyrir atvinnuleitendur, hvernig má setja upp ferilskrá og góð ráð fyrir atvinnuviðtalið. Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum, skrifar um áhrif kórónuveirufaraldursins í grein sinni „Andleg líðan á tímum heimsfaraldurs“. Í blaðinu er einnig að finna svör við helstu spurningum sem kjaramálasviðið hefur fengið inn á borð til sín í faraldrinum. Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi R. Sæmundsson, ráðgjafar, skrifa til okkar hvatningu á óvissutímum og gefa ráð um hvernig við getum haldið í gleðina og náð tökum á áhyggjum.

Í blaðinu er einnig umfjöllun um Fyrirtæki ársins 2020 en þau voru kynnt á vef félagsins um miðjan maí. Síðustu ár hefur VR kynnt niðurstöðurnar í fjölmennri móttöku starfsmanna og stjórnenda þeirra fyrirtækja sem fá viðurkenningu en vegna COVID-19 var gripið til annarra ráðstafana í ár.

Fastir liðir eru auðvitað á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.