Allsherjaratkvæðagreiðsla um val þingfulltrúa VR á ASÍ þing
Almennar fréttir
22.08.2018
Á fundi stjórnar VR þann 15. ágúst sl. var samþykkt, í samræmi við 21. gr. laga VR, að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í listakosningu um val fulltrúa VR á komandi ASÍ þing dagana 24. – 26. október nk. Kjörstjórn VR mun innan skamms auglýsa eftir framboðslistum vegna kosninganna.