Styðja kjarabaráttu ljósmæðra heilshugar
Almennar fréttir
02.07.2018
Formenn VR og Eflingar, Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir, áttu góðan fund með ljósmæðrum í morgun, þann 2. júlí 2018. Nú um mánaðarmótin tóku í gildi uppsagnir tólf ljósmæðra og yfirvinnubann tekur gildi um miðjan júlí ef ekki hefur verið samið fyrir þann tíma.