Vefspjall VR

VR blaðið

10.05.2010

2. tbl. VR blaðsins 2010

Í 2. tbl. VR blaðsins 2010 eru birtar niðurstöður í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2010 en félagið hefur nú staðið fyrir slíkri könnun í meira en áratug. Íslenska gámafélagið og Spölur voru valin fyrirtæki ársins. Í blaðinu er einnig fjallað um niðurstöður í kosningum VR og birtar myndir af stjórnarmönnum félagsins starfsárið 2010 – 2011. Fjallað er um aðalfund sem haldinn var í lok apríl, sagt frá því að nú er hægt að sækja rafrænt um úr VR varasjóði og sérstök umfjöllun er um réttindi ungs fólks á vinnumarkaði og birt frásögn ungrar stúlku af sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Því miður er oft gengið á réttindi unga fólksins og er brýnt að gæta að réttindum þeirra. Í leiðara stiklar formaður á stóru í starfsemi félagsins undanfarna mánuði og segir m.a. frá nýafstöðnu Stefnuþingi.

12.03.2010

1. tbl. VR blaðsins 2010

Í fyrsta tölublaði VR blaðsins árið 2010 eru frambjóðendur og framboð í allsherjarkosningum til stjórnar og trúnaðarráðs kynnt. Fjallað er um jafnréttismálin, viku verslunar, hvernig VR er samansett en svo lengi sem menn muna hafa t.d. konur verið meirihluti félagsmanna, orlofshús fyrir sumarið eru kynnt og rætt við tvo félagsmenn sem hafa notið góðs af aðstoð frá Virk svo fátt eitt sé nefnt. Leiðarinn ber heitið Kosningar í nánd og eins of fyrirsögnin ber með sér fjallar formaður um allsherjaratkvæðagreiðsluna í félaginu.