VR blaðið

11.05.2015

3. tbl VR blaðið 2015

Þetta 3. tölublað VR blaðsins árið 2015 er að mestu helgað niðurstöðum í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2015 en niðurstöðurnar voru kynntar þann 7. maí sl. Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt voru valin Fyrirtæki ársins í þremur stærðarflokkum og LS Retail, Würth á Íslandi og Samskipti voru valin hástökkvarar, einnig í þremum mismunandi stærðarflokkum. Í blaðinu eru birtir listar yfir stöðu fyrirtækjanna, umfjöllun um sigurvegara og hástökkvarar og aðrar niðurstöður. Í blaðinu er einnig ítarleg umfjöllun um stöðu kjaramála og fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fjallað er um orlofsrétt, breyttar reglur hjá Sjúkrasjóði VR, VR-Skóla lífsins, og birtar eru myndir frá 1. maí en VR var með skemmtilegt fjölskylduhlaup sem var góð upphitun fyrir kröfugönguna. Ný stjórn VR er kynnt í blaðinu en hún tók við á síðasta aðalfundi en um hann er einnig fjallað í blaðinu.

20.03.2015

Orlofsblað VR 2015

Í Orlofsblaði VR 2015 er kynning á orlofshúsum félagsins sem eru til leigu í sumar. VR á 45 orlofshús og -íbúðir sem félagið leigir til félagsmanna sinna, húsin eru víðsvegar um landið. Þá tekur félagið á leigu 20-25 hús á Íslandi yfir sumartímann og orlofshús í Danmörku sem standa félagsmönnum til boða. Farið er yfir bókunarreglur en nú er hægt að bóka orlofshús fjóra mánuði fram í tímann. Opnað er fyrir bókanir þrisvar á ári. Þann 8. apríl nk. verður opnað fyrir sumarmánuðina. Farið er yfir sögu orlofshúsa VR og staðan tekin á félagsmönnum fyrir komandi sumarfrí.

03.03.2015

1. tbl. VR blaðsins 2015

Í 1. tölublaði VR blaðsins 2015 er umfjöllun um stöðuna í kjaramálum og kröfugerð VR í kjarasamningum 2015 eru gerð góð skil. Fjallað er um áhrif launa á verðlag og niðurstöður könnunar meðal félagsmanna um áherslur í kjarasamningum (sjá kröfugerð VR). Ítarleg umfjöllun er um frambjóðendur til stjórnar VR kjörtímabilið 2015 – 2017 en rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna hefst þann 5. mars næstkomandi. Frambjóðendur kynna sig og áherslur sínar í blaðinu og birtar eru leiðbeiningar um hvernig á að kjósa (sjá nánar hér).

10.12.2014

4. tbl. VR blaðsins 2014

Í 4. tölublaði VR blaðsins 2014 er umfjöllun um stöðu kjarasamninga VR, en þeir renna út í lok febrúar 2015. Farið er yfir niðurstöður úr rýnihópakönnun sem gerð var meðal félagsmanna VR. Athyglinni er beint að starfsmenntun og áherslu félagsins á að starfsnám verði metið til launa. Þá bendum við á að breytingar á úthlutunarreglum orlofshúsa taka gildi 8. apríl n.k. en þá opnast fyrir bókanir allt sumarið 2015. Á sama tíma verða leyfð gæludýr í fleiri orlofshúsum VR í Miðhúsaskógi.
VR-Skóla lífsins eru gerð skil, en skólanum var hleypt af stokkunum í september sl. og hefur hann fengið frábærar viðtökur.

23.09.2014

3. tbl. VR blaðsins 2014

Í þessu 3. tbl. VR blaðsins 2014 er ítarleg umfjöllun um niðurstöður í launakönnun VR 2014, birtar töflur yfir laun eftir starfsheitum og hækkun launa milli ára. Þá er sagt frá því að kynbundinn launamunur mælist nú 8,5% og hefur ekki verið lægri frá því að VR hóf að mæla sérstaklega muninn á launum karla og kvenna. Í blaðinu er einnig fjallað um trúnaðarmanninn og stöðu hans. Kastljósinu er beint að kjaramálum og ítarlega farið yfir launaseðilinn og mikilvægi hans.Farið er yfir hádegisfyrirlestra haustsins og námskeið. Þá er athyglinni einnig beint að Virk starfsendurhæfingarsjóði og er viðtal við fagstjóra ráðgjafa sjóðsins hjá VR. Í leiðarar gerir formaður niðurstöður launakönnunarinnar að umfjöllunarefni ásamt því að ræða stöðuna í kjarasamningaviðræðum. 

23.05.2014

2. tbl. VR blaðsins 2014

Þetta 2. tölublað VR blaðsins árið 2014 er að mestu helgað niðurstöðum í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2014 en niðurstöðurnar voru kynntar þann 22. maí. Fyrirtækin Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt voru valin Fyrirtæki ársins í þremur stærðarflokkum og Opin kerfi, Ísaga og Kortaþjónustan voru valin hástökkvarar, einnig í þremum mismunandi stærðarflokkum. Í blaðinu eru birtir listar yfir stöðu fyrirtækjanna, umfjöllun um sigurvegara og hástökkvarar og aðrar niðurstöður. Í blaðinu er einnig ítarleg umfjöllun um orlofsrétt svona í upphafi sumars, um réttindi foreldra langveikra barna í Sjúkrasjóði VR, birtar myndir frá 1. maí göngunni og samstöðukaffi og fjallað um réttindi ungs fólks á vinnumarkaði. Ný stjórn VR kynnt en hún tók við á síðasta aðalfundi en um hann er einnig fjallað í blaðinu. Í leiðara fjallar formaður um niðurstöður í Fyrirtæki ársins og mikilvægi þeirrar könnunar.

 

28.02.2014

1. tbl. VR blaðsins 2014

Í 1. tbl. VR blaðsins árið 2014 er ítarleg umfjöllun um frambjóðendur til stjórnar VR kjörtímabilið 2014 – 2016 en rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna hefst þann 6. mars næstkomandi. Frambjóðendur kynna sig og áherslur sínar í blaðinu og birtar eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig á að kjósa. Í blaðinu er einnig fjallað um orlofshús VR enda ekki seinna vænna, kominn tími til að huga að sumarfríinu. VR á um 40 orlofshús víðs vegar um landið sem félagsmenn geta leigt allt árið um kring. Auk þess eru í boði fjölmörg önnur hús yfir sumartímann, sum eru kynnt í þessu blaði en önnur verða kynnt þegar nær dregur sumri. Í blaðinu er einnig fjallað um þjónustu Starfs við atvinnuleitendur innan VR, snertingar félagsins og félagsmanna sem eru fleiri en margan grunar og námskeið og fyrirlestra framundan svo fátt eitt sé nefnt.

06.12.2013

5. tbl. VR blaðsins 2013

Í 5. tölublaði VR blaðsins 2013 er ítarleg umfjöllun um helstu áherslur félagsins í næstu kjarasamningum og kröfugerðin birt. Fjallað er um niðurstöður kjarakannanna meðal félagsmanna og stöðu efnahagsmála. Í blaðinu er einnig sagt frá nýju átaki VR en félagið hefur nú dreift barmmerkjum til starfsmanna verslana þar sem áhersla er lögð á gagnkvæma kurteisi og virðingu fyrir störfum verslunarfólks. Í blaðinu er einnig minnt á réttindi félagsmanna í desember eins og ætíð á þessum árstíma, sagt frá hádegisfyrirlestrum sem VR býður félagsmönnum sínum upp á fyrri hluta næsta árs, fjallað er um kosti og galla opinna netnámskeiða og sagt frá nýjum reglum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks sem taka gildi um næstu áramót. Nýjar reglur um bókun orlofshúsa taka einnig gildi um næstu áramót og er greint frá þeim í blaðinu.

12.09.2013

4. tbl. VR blaðsins 2013

4. tbl. VR blaðsins 2013 er að mestu leyti helgað launakönnun 2013 og starfsmenntamálum. Í blaðinu eru birtar niðurstöður í launakönnuninni, launatölur, launaþróun, launamun kynjanna og annað sem varðar stöðu félagsmanna á vinnumarkaði. Í blaðinu er einnig ítarleg umfjöllun um starfsmenntamálin. Fjallað er um verkefnið Fræðslustjóri að láni, starfsþróun og nám innan veggja fyrirtækja. Þá er rætt við mannauðsstjóra og trúnaðarmenn í fyrirtæki. Formaður VR gerir launakönnun og stöðu í kjarasamningaviðræðum að umræðuefni sínu í leiðara.

24.05.2013

3. tbl. VR blaðsins 2013

Í 3. tbl. VR blaðsins árið 2013 eru niðurstöður í könnun VR á Fyrirtæki ársins fyrirferðarmiklar. Þessi árlega könnun vekur allajafna mikla athygli og umræður. Í blaðinu eru einnig birtar niðurstöður í stjórnendakönnun VR en hún hefur verið gerð annaðhvert ár frá árinu 2006. Rætt er við nýjan formanns, Ólafíu B. Rafnsdóttur, og ný stjórn kynnt. Þá er rætt við tvo gullmerkishafa félagsins um liðna tíð en þeir Gunnar Helgi Guðmundsson og Ragnar Engilbertsson voru í Stormsveit VR á áttunda áratug síðustu aldar. Í blaðinu er fjallað um réttindi unglinga á vinnumarkaði og birt grein eftir lögmann VR, Guðmund B. Ólafsson, um fíkniefnapróf. Þá er rætt við fulltrúa fjögurra fyrstu fyrirtækjanna sem fengu Jafnlaunavottun VR og gluggað í bækur fyrir sumarið. Í leiðara fjallar formaður um könnun VR á fyrirtæki ársins og komandi kjarasamningaviðræður.