VR blaðið

10.03.2011

2. tbl. VR blaðsins 2011

2. tbl. VR blaðsins árið 2011 er helgað kosningum til formanns og stjórnar dagana 16. til 30. mars. Í blaðinu er fjallað ítarlega um frambjóðendur, sagt frá reynslu og áherslum þeirra auk þess sem birtar eru greinar frambjóðenda til formanns. Kosið er eftir 20. gr. laga VR en breyting á þeirri grein var samþykkt á framhaldsaðalfundi í janúar sl. Hér má sjá nánari upplýsingar um tilhögun kosninganna.

Leiðrétting: Í VR blaðinu sem sent var til áskrifenda birtist rangur texti í umfjöllun um áherslur Ástu Rutar Jónasdóttur stjórnarframbjóðanda. Ásta Rut er beðin velvirðingar á þessum mistökum sem hafa verið leiðrétt í því eintaki sem birt er hér á vef VR.

09.02.2011

1. tbl. VR blaðsins 2011

Í 1. tbl. VR blaðsins 2011 er fjallað um breytingar sem samþykktar voru á 20. gr. laga VR á framhaldsaðalfundi í janúar. Fjallað er um áfanga í langri sögu félagsins en VR varð 120 ára þann 27. Janúar 2011. Skýrt er frá niðurstöðum stjórnendakönnunar VR en þetta er í þriðja skipti sem VR stendur fyrir sérstakri könnun meðal stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði. Fjallað er um hádegisfyrirlestra og námskeið fyrir félagsmenn og atvinnuleitendur, birtar upplýsingar um hvernig hinn dæmigerði VR félagsmaður er og birt grein Gylfa Dalmann, dósents við HÍ, um svokallaða óttastjórnun. Þá er birt áhugaverð grein um einelti á vinnustað, birtir dómar sem fallið hafa í málum félagsmanna og margt annað. Í leiðara fjallar formaður um stöðu félagsins í dag og verkefnin framundan.

22.12.2010

6. tbl. VR blaðsins 2010

Á Í 6. tbl. VR blaðsins 2010 er jólastemmning enda er þetta síðasta blað ársins. Fjallað er um jól að fornum sið, birtar uppskriftir að jólagóðgæti og nokkrum hugmyndum að útiskreytingum. Fjallað er um námskeið sem atvinnuleitendum í félaginu standa til boða á nýju ári sem og hádegisfyrirlestra fyrir félagsmenn en þeir njóta mikilla vinsælda. Skýrt er frá fyrstu niðurstöðum stjórnendakönnunar en þetta er þriðja skiptið sem VR stendur fyrir sérstakri könnun meðal stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði. Fjallað er um kjarasamninga og kröfugerð en sem kunnugt er eru samningar VR við viðsemjendur lausir. Nokkrir einstaklingar skýra okkur frá vendipunktum tilveru sinnar, fjallað er um vinnustaðaskírteini og margt fleira. Í leiðara lítur formaður um öxl, rifjar um síðustu ár, og hugar svo að framtíðinni.

05.11.2010

5. tbl. VR blaðsins 2010

Í þessu tölublaði VR blaðsins er fjallað um undirbúning kjarasamninga en haldnir hafa verið fundir og kjaraþing með aðkomu félagsmanna auk þess sem gerð var könnun meðal félagsmanna um áherslur. Leiðari formanns fjallar einnig um komandi viðræður. Sagt er frá ársfundi ASÍ en ástand efnahagsmála og komandi kjarasamningaviðræður settu svip sinn á fundinn. Birtar eru greinar um fordóma, breytta mannauðsstjórnun eftir hrun, styrkleikagreiningu og ríg milli systkina. Þá er rætt við krakka í Hagaskóla sem sóttu grunnskólafræðslu VR, minnt er á desemberuppbót og réttindi félagsmanna í jólavertíðinni, sagt frá námskeiðum og fyrirlestrum fyrir félagsmenn, o.m.fl.

13.09.2010

4. tbl. VR blaðsins 2010

4. tbl. VR blaðsins 2010 er að stórum hluta helgað niðurstöðum í launakönnun VR 2010. Niðurstöðurnar sýna að almennt hækkuðu laun um 5% á milli janúar 2009 og sama mánaðar 2009, vinnuvikan var óbreytt og launamunur kynjanna var óbreyttur svo fátt eitt sé nefnt. Í könnuninni í ár voru lagðar fyrir svarendur nokkrar spurningar sem lúta að jafnrétti kynjanna, innan og utan vinnunnar. Í blaðinu er einnig fjallað um námskeið fyrir atvinnuleitendur, hádegisfyrirlestra VR í vetur, nýja orlofsíbúð við Sóltún í Reykjavík og vinnugleðina. Í leiðara fjallar formaður um komandi kjarasamninga og stöðuna í efnahagsmálum.

29.06.2010

3. tbl. VR blaðsins 2010

Í þessu 3. tbl. VR blaðsins 2010 er áhersla á orlofsmálin. VR er með orlofshús víða um land og er í blaðinu fjallað um umhverfið á helstu orlofsstöðunum. Í blaðinu er einnig fjallað um muninn á stéttarfélaginu VR og Lífeyrissjóði verzlunarmanna en þess misskilnings hefur gætt að Lífeyrissjóður verzlunarmanna sé hluti af VR. Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fjallar í grein um launaleynd, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mannauðsstjórnun við HÍ, fjallar um markaðs- og taxtalaun og dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við viðskiptadeild HÍ, fjallar um mikilvægi jákvæðni. Formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson, ræðir um stefnumótunarstarf VR en velheppnuðu stefnuþingi er ný nýlokið, og Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og félagsmaður í VR, veltir fyrir sér þætti félagsmanna í mótun og starfi félagsins. Í leiðara fjallar formaður um hvaða leiðir eru færar til að bregðast við hallanum í ríkisrekstrinum í kjölfar nýlegrar greinar sem félagsmálaráðherra ritaði í fjölmiðla.

10.05.2010

2. tbl. VR blaðsins 2010

Í 2. tbl. VR blaðsins 2010 eru birtar niðurstöður í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2010 en félagið hefur nú staðið fyrir slíkri könnun í meira en áratug. Íslenska gámafélagið og Spölur voru valin fyrirtæki ársins. Í blaðinu er einnig fjallað um niðurstöður í kosningum VR og birtar myndir af stjórnarmönnum félagsins starfsárið 2010 – 2011. Fjallað er um aðalfund sem haldinn var í lok apríl, sagt frá því að nú er hægt að sækja rafrænt um úr VR varasjóði og sérstök umfjöllun er um réttindi ungs fólks á vinnumarkaði og birt frásögn ungrar stúlku af sínum fyrstu skrefum á vinnumarkaði. Því miður er oft gengið á réttindi unga fólksins og er brýnt að gæta að réttindum þeirra. Í leiðara stiklar formaður á stóru í starfsemi félagsins undanfarna mánuði og segir m.a. frá nýafstöðnu Stefnuþingi.

12.03.2010

1. tbl. VR blaðsins 2010

Í fyrsta tölublaði VR blaðsins árið 2010 eru frambjóðendur og framboð í allsherjarkosningum til stjórnar og trúnaðarráðs kynnt. Fjallað er um jafnréttismálin, viku verslunar, hvernig VR er samansett en svo lengi sem menn muna hafa t.d. konur verið meirihluti félagsmanna, orlofshús fyrir sumarið eru kynnt og rætt við tvo félagsmenn sem hafa notið góðs af aðstoð frá Virk svo fátt eitt sé nefnt. Leiðarinn ber heitið Kosningar í nánd og eins of fyrirsögnin ber með sér fjallar formaður um allsherjaratkvæðagreiðsluna í félaginu.