VR blaðið

Skráning á rafrænt VR blað
15.09.2016

3. tbl. VR blaðsins 2016

Niðurstöður í launakönnun VR eru helsta umfjöllunarefni í 3. tbl. VR blaðsins árið 2016. Í blaðinu er ítarleg umfjöllun um könnunina, birtar töflur yfir laun og breytingar á milli ára.
Í blaðinu er einnig fjallað um launamun kynjanna sem stendur í stað á milli ára. Í launakönnun í ár var spurt um fordóma og fjölbreytni á vinnustað og þátttöku félagsmanna í ákvarðanatöku á vinnustað þeirra og er fjallað um niðurstöðurnar.
Blaðinu fylgir einnig félagsskírteini en það er staðfesting á aðild félagsmanna að VR auk þess að veita ýmis konar afslætti. Í blaðinu er einnig áhugaverð umfjöllun um stöðu ungs fólks á vinnumarkaði og fjallað um raunfærnimat. Þá er að finna í blaðinu upplýsingar fyrir þá sem eru að skipta um starf og farið yfir hvernig á að lesa launaseðilinn. Í leiðara ræðir formaður VR um launamun kynjanna en launakönnunin sýnir að lítið hefur þokast í þeim málaflokki síðustu ár. 

Skoða blaðið Sækja í pdf
13.05.2016

2. tbl. VR blaðsins 2016

Í 2. tölublaði VR blaðsins árið 2016 eru niðurstöður í könnuninni Fyrirtæki ársins skoðaðar. Í þessari stærstu vinnumarkaðskönnun á Íslandi hlutu fyrirtækin Johan Rönning, Expectus og Vinnuföt titilinn fyrirtæki ársins 2016 í þremur stærðarflokkum. Þrjú fyrirtæki hlutu titilinn hástökkvari ársins, eitt í hverjum stærðarflokki; Klettur- sala og þjónusta, Fastus og Karl K. Karlsson. Í blaðinu eru birtir listar yfir stöðu fyrirtækjanna, umfjöllun um sigurvegara og aðrar niðurstöður. Í blaðinu er einnig nóg af annars konar efni, fjallað er um orlof og orlofsrétt, fjölbreytileika á vinnustað og birtar myndir frá 1. maí, en VR var með skemmtilega fjölskylduhlaup á Klambratúni sem upphitun fyrir kröfugönguna. Þá er ný stjórn VR kynnt í blaðinu og sagt frá aðalfundi sem haldinn var 29. mars sl.

 

 

Skoða blaðið Sækja í pdf
04.03.2016

1. tbl. VR blaðsins 2016

Í 1. tölublaði VR blaðsins 2016 er ítarleg umfjöllun um frambjóðendur til stjórnar VR kjörtímabilið 2016-2018 en kosning meðal félagsmanna hefst að morgni 9. mars nk. og stendur til hádegis þann 15. mars. Í blaðinu eru leiðbeiningar um hvernig á að kjósa. Þá er nýjum kjarasamningum gerð skil en kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekanda voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýlegri atkvæðagreiðslu. Birt er grein um batann á vinnumarkaði og hvernig hann hefur skilað sér og fjallað er um orlofsmál og starfsmenntamál svo fátt eitt sé nefnt. 

Skoða blaðið Sækja í pdf
08.12.2015

5. tbl. VR blaðsins 2015

Í þessu síðasta VR blað ársins 2015 minnum við félagsmenn og atvinnurekendur á réttindi starfsfólks á þessum mikla annatíma – jólaversluninni. Fjallað er um barmmerkin sem nú er dreift til verslana, þriðja árið í röð, þar sem hvatt er til kurteisi í samskiptum fólks. Í blaðinu er einnig fjallað um nýtt samkomulag þar sem mörkuð er sameiginleg framtíðarsýn á vinnumarkaði, farið er yfir nýjar úthlutunarreglur orlofshúsa VR en bókun fyrir sumarið 2016 hefst í upphafi næsta árs og fjallað um jafnréttismálin og Jafnlaunavottun VR. Þá er sagt frá verkefninu „Fræðslustjóri að láni“, ítrekaðar nýjar reglur um starfsmenntasjóðina og fjallað um ráðgjöf VR fyrir atvinnuleitendur. Í leiðara ræðir formaður m.a. um hið nýja samkomulag á vinnumarkaði og nauðsyn þess að tryggingagjaldið verði lækkað. 

Skoða blaðið Sækja í pdf
17.09.2015

4. tbl. VR blaðsins 2015

Niðurstöður launakönnunar VR setja svip sinn á 4. tbl. VR blaðsins 2015. Í blaðinu eru birtar töflur yfir laun starfsheita og innan atvinnugreina og fjallað um þróun launamunar kynjanna svo fátt eitt sé nefnt. Hér má sjá ítarlega umfjöllun um niðurstöðurnar. Í blaðinu er einnig fjallað um stöðuna í kjaramálum en óvissa ríkir um næstu skref. Farið er yfir helstu atriði kjarasamningsins félagsins sem undirritaður var í vor,  rætt er við sérfræðing á kjaramálasviði um starfið og farið yfir þjónustu félagsins við atvinnuleitendur. Farið er yfir námskeið og fyrirlestra vetrarins og birt skemmtilegt viðtal við félagsmann sem hefur lengri starfsaldur en flestir. Í leiðara gerir formaður VR stöðuna í kjaramálum að umtalsefni og niðurstöður launakönnunarinnar hvað varðar launamun kynjanna.

Skoða blaðið Sækja í pdf
11.05.2015

3. tbl VR blaðið 2015

Þetta 3. tölublað VR blaðsins árið 2015 er að mestu helgað niðurstöðum í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2015 en niðurstöðurnar voru kynntar þann 7. maí sl. Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt voru valin Fyrirtæki ársins í þremur stærðarflokkum og LS Retail, Würth á Íslandi og Samskipti voru valin hástökkvarar, einnig í þremum mismunandi stærðarflokkum. Í blaðinu eru birtir listar yfir stöðu fyrirtækjanna, umfjöllun um sigurvegara og hástökkvarar og aðrar niðurstöður. Í blaðinu er einnig ítarleg umfjöllun um stöðu kjaramála og fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir. Fjallað er um orlofsrétt, breyttar reglur hjá Sjúkrasjóði VR, VR-Skóla lífsins, og birtar eru myndir frá 1. maí en VR var með skemmtilegt fjölskylduhlaup sem var góð upphitun fyrir kröfugönguna. Ný stjórn VR er kynnt í blaðinu en hún tók við á síðasta aðalfundi en um hann er einnig fjallað í blaðinu.

Skoða blaðið Sækja í pdf
20.03.2015

Orlofsblað VR 2015

Í Orlofsblaði VR 2015 er kynning á orlofshúsum félagsins sem eru til leigu í sumar. VR á 45 orlofshús og -íbúðir sem félagið leigir til félagsmanna sinna, húsin eru víðsvegar um landið. Þá tekur félagið á leigu 20-25 hús á Íslandi yfir sumartímann og orlofshús í Danmörku sem standa félagsmönnum til boða. Farið er yfir bókunarreglur en nú er hægt að bóka orlofshús fjóra mánuði fram í tímann. Opnað er fyrir bókanir þrisvar á ári. Þann 8. apríl nk. verður opnað fyrir sumarmánuðina. Farið er yfir sögu orlofshúsa VR og staðan tekin á félagsmönnum fyrir komandi sumarfrí.

Skoða blaðið Sækja í pdf
03.03.2015

1. tbl. VR blaðsins 2015

Í 1. tölublaði VR blaðsins 2015 er umfjöllun um stöðuna í kjaramálum og kröfugerð VR í kjarasamningum 2015 eru gerð góð skil. Fjallað er um áhrif launa á verðlag og niðurstöður könnunar meðal félagsmanna um áherslur í kjarasamningum (sjá kröfugerð VR). Ítarleg umfjöllun er um frambjóðendur til stjórnar VR kjörtímabilið 2015 – 2017 en rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna hefst þann 5. mars næstkomandi. Frambjóðendur kynna sig og áherslur sínar í blaðinu og birtar eru leiðbeiningar um hvernig á að kjósa (sjá nánar hér).

Skoða blaðið Sækja í pdf