Hvernig geta fyrirtæki tekið þátt?

Aðeins fyrirtæki sem tryggja öllum starfsmönnum tækifæri til að taka þátt í könnun VR koma til greina í valinu á Fyrirtæki ársins. Skráning fer fram þannig að fyrirtæki senda upplýsingar til VR (steinunn@vr.is) í síðasta lagi 26. janúar 2022.
  1. Kennitölur, nöfn, tölvupóstföng og farsímanúmer allra starfsmanna – bæði VR félaga og annarra starfsmanna. Könnunin kann að vera send í farsímanúmer þátttakenda, ef ekki næst í þá með öðrum hætti, og því mikilvægt að það fylgi. Þá er það nauðsynlegt ef starfsfólk er ekki með netfang. 
    Senda má upplýsingarnar í læstu Excelskjali og lykilorð og nafn fyrirtækis í farsíma 820 1730 (Steinunn Böðvarsdóttir, starfsmaður VR) Einnig má senda upplýsingarnar beint til Gallup. Tómas Bjarnason hjá Gallup gefur frekari upplýsingar varðandi þá tilhögun (tomas.bjarnason@gallup.is).
  2. Nafn og kennitölu fyrirtækis.

Senda þarf lista þó allt starfsfólk fyrirtækis sé í VR því þannig er þátttaka fyrirtækisins í valinu á Fyrirtæki ársins 2022 tryggð. Rafrænir spurningalistar verða sendir út á íslensku, ensku og pólsku. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna.

Hvernig er trúnaður tryggður skv. persónuverndarlögum?

Fyrirtæki senda lista yfir allt starfsfólk á læstu skjali til VR og lykilorð í sérstökum pósti eða eftir öðrum leiðum, t.d. sms í farsíma umsjónaraðila könnunarinnar hjá VR. VR sendir gögnin áfram til vinnsluaðila könnunarinnar, Gallups en VR og Gallup hafa undirritað vinnslusamning um könnun félagsins á Fyrirtæki ársins í samræmi við ákvæði persónuverndar.

Heimild VR til könnunar á Fyrirtæki ársins og heimild Gallup til vinnslunnar byggir á hagsmunavörslu stéttarfélags og lögmætum hagsmunum vinnustaða; félagsmenn og annað starfsfólk þeirra vinnustaða sem taka þátt í könnuninni fá tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri til stjórnenda svo hægt sé að gera viðeigandi úrbætur á starfsumhverfinu, ef þörf krefur. Upplýsingar sem óskað er eftir frá fyrirtækjum eru fengnar í málefnalegum tilgangi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er fyrir tilgang vinnslunnar.

Nánari upplýsingar veita Steinunn Böðvarsdóttir hjá VR (steinunn@vr.is) og Tómas Bjarnason (tomas.bjarnason@gallup.is).