Almennar fréttir - 16.11.2021

Þriðja vaktin – Hádegisfyrirlestur og námskeið!

Í tengslum við herferð VR á þriðju vaktinni - hugrænni byrði bjóðum við félagsfólki upp á rafrænan hádegisfyrirlestur og rafrænt námskeið um málefnið. Hádegisfyrirlesturinn fjallar um jákvæða karlmennsku og námskeiðið fjallar um hugræna byrði og verkaskiptingu heimilisins.

Jákvæð karlmennska og jafnrétti - Rafrænn hádegisfyrirlestur

Hvernig og hvers vegna styður jákvæð karlmennska við jafnrétti og hvernig bitnar skaðleg karlmennska á körlum og konum? Í þessum fyrirlestri verður farið yfir tengsl karlmennskuhugmynda og kynhlutverka, ljósi varpað á dæmigerðar birtingamyndir karlmennsku og bent á gagnlegar leiðir fyrir karla til að styðja við jafnrétti í þeirra umhverfi. Fyrirlesari er Þorsteinn V. Einarsson, kennari og kynjafræðingur.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.

Hugræn byrði og verkaskipting heimilisins – Rafrænt námskeið

Á þessu námskeiði verður rætt um áskoranir er varða hugræna byrði og verkaskiptingu á heimili, sem algengt er að pör glími við. Þessi vandi getur virst óáþreifanlegur en skapar oft óánægju í sambúð og samskiptum, auk þess að valda streitu og vanlíðan. Fyrirlesari er Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur.

Sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.

Sjá nánar um auglýsingaherferð VR um þriðju vaktina hér.