Taktu þátt!

Nú er könnun VR á Fyrirtæki ársins hafin!

Með þátttöku í könnun VR á vali á Fyrirtæki ársins leggur þú þitt af mörkum í baráttunni fyrir betra starfsumhverfi.

Könnun VR á Fyrirtæki ársins er hafin og þú getur tekið þátt á Mínum síðum á vr.is. Einnig fær allt félagsfólk sem starfandi er á vinnumarkaði hana senda í tölvupósti. Þá getur allt starfsfólk yfir 150 fyrirtækja einnig tekið þátt, óháð stéttarfélagsaðild, en þessi fyrirtæki tryggja öllu starfsfólki sínu þátttökurétt. Könnunin stendur til miðnættis þann 25. mars.

Ef þú telur þig hafa rétt á að taka þátt í könnuninni en hefur ekki aðgang að Mínum síðum, hafðu samband við okkur í gegnum netfangið vr@vr.is.

Við hvetjum þig til að taka þátt og láta í þér heyra!

Yfir 100 vinningar í boði fyrir þau sem taka þátt!

  • 3 x iPhone 15
  • 150 YAY gjafabréf, hvert að upphæð 15.000 kr.

Niðurstöður í könnun VR á Fyrirtæki ársins verða kynntar í maí 2024.