Aðalfundur VR 2024

Aðalfundur VR verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 19:30 í salnum Gullfoss á Fosshótel Reykjavík. Fundurinn fer fram bæði sem staðfundur og fjarfundur í senn. 

Félagsfólk sem ætlar að sækja fundinn verður að skrá sig fyrirfram á vef VR fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi og skrá sig annað hvort á stað- eða fjarfund.

Túlkun á ensku verður einungis í boði í fjarfundi.

Vegna fyrirkomulags fundarins verða allar kosningar rafrænar og fundargögn sömuleiðis. Fundargestir auðkenna sig inn á fundinn með rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum. Ef félagsfólk lendir í tæknilegum vandræðum er hægt að hafa samband í síma 820 1700 frá kl. 19:00. Við hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega á fjarfundinn.

Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar um rafrænan fund.

Varðandi bílastæði bendum við fundargestum á bílastæðahús Höfðatorgs sem staðsett er við hlið/undir Fosshótel Reykjavík með aðkomu úr Katrínartúni og frá Þórunnartúni.


Dagskrá aðalfundar

 1. Kosinn fundarstjóri.
 2. Kosinn ritari.
 3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins undanfarið starfsár.
 4. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til samþykktar.
 5. Tillaga um framlag í VR varasjóð.
 6. Lagabreytingar.
 7. Reglugerðarbreytingar á Reglugerð Sjúkrasjóðs VR.
 8. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarráðs.
 9. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu og tveggja félagslega kjörinna skoðunarmanna.
 10. Ákvörðun félagsgjalds.
 11. Ákvörðun um laun stjórnarmanna og skoðunarmanna.
 12. Önnur mál.