Birgitta Ragnarsdóttir

Fæðingardagur og -ár
22. apríl 1989

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég starfa sem tollmiðlari hjá Icetransport. Samhliða vinnu hef ég stundað nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.
Lauk Háskólabrú Keilis 2017 af viðskipta- og hagfræðibraut, einnig hef ég lokið Skrifstofuskólanum og undirbúningsnámi fyrir viðurkenndan bókara frá Promennt ásamt því að vera menntuð sem tollmiðlari.

Netfang
birgittara@gmail.com 

Facebook
https://www.facebook.com/birgittar/ 

Instagram
https://www.instagram.com/birgittara/ 

Horfa á kynningarmyndband hér.


Reynsla af félagsstörfum

Ég hef verið í trúnaðarráði VR síðan 2015, var um tíma trúnaðarmaður á vinnustað.
Haustið 2023 var ég kosin inn í stjórn ASÍ-ung, einnig hef ég verið í ungliðaráði VR síðan það var stofnað seint á síðasta ári.
Ég hef reynt að vera fremur virk innan félagsins, verið þingfulltrúi á LÍV þingum og ASÍ þingum.
Seinustu þrjú ár hef ég einnig verið í stjórn Foreldrafélags leikskólabarna í Hveragerði.


Helstu áherslur

  • Breytingar á varasjóði VR
  • Ungt fólk á vinnumarkaði
  • Mikilvægi menntunar hjá félagsmönnum félagsins
  • 30 daga orlof
  • Fjarvinna
  • Desember- og orlofsuppbótin skattfrjáls

Ég hef fylgst með störfum stjórnar VR um árabil og verið almennt mjög sátt með þeirra störf og það sem þau eru að gera. Mér þykir þó nauðsynlegt að það sé regluleg endurnýjun í stjórninni og mikilvægt að það sé góð aldursdreifing innan hennar.

Í gegnum árin hefur varasjóðurinn oft verið ræddur en engar breytingar hafa orðið á honum. Hann nýtist alveg einstaklega illa þeim sem þurfa mest á honum að halda. Ég myndi vilja koma á betra kerfi sem ég hef séð hjá öðrum stéttarfélögum. Eins og varasjóðurinn er núna þá eru það þeir sem eru tekjuhæstir sem hagnast mest á honum.

Félagsmenn VR þurfa að hafa tækifæri til að mennta sig og bæta við sig þekkingu sem nýtist í starfi. Þá er mikilvægt að útlendingar í VR fái tækifæri og hvatningu til að sækja sér íslenskukennslu á vinnutíma.

Ungt fólk á vinnumarkaðnum, ungliðaráðið sem stofnað var seint á síðasta ári, er frábært og nauðsynlegt framtak sem þarf að halda vel utan um og halda virku. Nauðsynlegt er að finna leið til að nálgast yngra fólk og veita þeim þá þekkingu sem mikilvægt er að vera með á vinnumarkaðnum. Ég væri líka til í að sjá meira af ungu fólki í trúnaðarráði félagsins, meðalaldurinn í trúnaðarráðinu er fremur hár núna og væri skemmtilegt ef hægt væri að virkja yngra fólk meira í starfi félagsins.

Það þarf að koma því í gegn að allir fái 30 daga orlof óháð starfsaldri eins og gildir um starfsfólk ríkisins.

Á seinasta LÍV þingi var mikil umræða um að það þyrfti að ná því fram að desember- og orlofsuppbótin verði skattfrjáls, ég vil sjá þetta fara í gegn og það sem fyrst.

Einnig þarf að halda betur utan um réttindi fólks í fjarvinnu.