Jónas Yngvi Ásgrímsson

Fæðingardagur og -ár
17. febrúar 1963.

Félagssvæði
Suðurland.

Vinnustaður, starfsheiti og menntun 
Ég vinn hjá dk hugbúnaði ehf sem ráðgjafi og sölumaður. Áður hef ég unnið sem markaðsstjóri á hóteli og kennt viðskiptagreinar hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni og fleiri skólum. Ég er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.

Facebook: Jónas Yngvi Ásgrímsson


Reynsla af félagsstörfum

Ég hef verið virkur í VR sem stjórnarmaður VR á suðurlandi frá 2017 og í trúnaðarráði VR frá 2017. Einnig er ég í trúnaðarráði lífeyrissjóðs VR frá 2019. Ég var kosinn í stjórn VR til eins árs árið 2020 og hef þar tekið þátt í ýmsum nefndarstörfum s.s. framtíðarnefnd, starfsmenntanefnd og húsnæðisnefnd.

Ég er félagi í Lionsklúbbnum Dynk frá stofnun hans eða frá 2014. Þar hef ég tekið virkan þátt í félagsstarfinu og hef verið varaformaður og formaður. Að auki hef ég starfað með Lions á landsvísu og hef verið í umdæmisstjórn frá 2017. Sl. ár hef ég verið umdæmisstjóri hjá Lions í umdæmi 109A. Ég er félagi í Oddfellow stúkunni Atla á Selfossi. Innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps hef ég starfað í ýmsum nefndum s.s. skólanefnd, atvinnumálanefnd og er nú formaður umhverfisnefndar.

Ég hef unnið hjá dk hugbúnaði frá 2006 sem ráðgjafi. Eins hef ég unnið á hóteli sem markaðsstjóri og launafulltrúi. Ég hef að auki unnið við fullorðinsfræðslu í tölvunotkun, bókhaldskennslu og á endurskoðunarskrifstofu.


Áherslur

Á þeim rúmu 30 árum sem liðin eru frá því ég hóf að vinna hefur mismunun á vinnumarkaði aukist mikið að mínu mati. Þetta er þróun sem þarf að stöðva og helst snúa við. Lífskjarasamningarnir sem gerðir voru eru fyrsta alvöru skrefið á þeirri leið. Eignaupptaka í kjölfar hrunsins 2008 bitnaði mest á þeim sem síst máttu við. Síðasta ár hefur Covid veiran lagt þungar byrðar á launafólk. Finna þarf leiðir til að koma til móts við launamenn á sama hátt og fyrirtæki hafa notið aðstoðar. Skoða þarf hvort hægt sé að aðstoða launþega með aðkomu bankakerfisins með t.d. aukinni frestun á afborgunum og breytingum á greiðsluskilmálum lána.

Mín áherslumál eru að styðja við Lífskjarasamningana og þann stöðugleika sem þeir boða. Ég vil einnig vera virkur þáttakandi í að stuðla að því að allir geti lifað af launum sínum. Lækkun leiguverðs er liður í því og ég styð uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga sem eina leið að því marki ásamt hækkun lágmarkslauna o.fl.