Sigríður Lovísa Jónsdóttir

Fæðingardagur og -ár
27. febrúar 1968

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég hef starfað hjá Brimborg í 33 ár, fyrst sem tollskýrslufulltrúi, síðan gjaldkeri, aðstoðarmaður forstjóra, söluráðgjafi nýrra bíla, ráðningar- og þjálfunarstjóri ásamt því að sinna launavinnslu og er í dag gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar. Ég lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1989. Lauk diplómagráðu í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2010 ásamt diplómagráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.

Netfang
lovisa@brimborg.is

Facebook
Sigríður Lovísa í stjórn VR

Horfa á kynningarmyndband hér.


Reynsla af félagsstörfum

Ég hef alltaf verið mjög virk í félagsstörfum, hef m.a. verið í bekkjarráði í Borgarskóla frá 2006-2009 og í stjórn foreldrafélags Árbæjarskóla frá 2009-2013, fyrst sem meðstjórnandi og síðar formaður. Síðastliðin átta ár hef ég setið sem aðalmaður í stjórn VR og sl. tvö ár hef ég verið í eftirfarandi nefndum á vegum VR: launanefnd, jafnréttisnefnd, framkvæmdastjórn vinnudeilusjóðs, framkvæmdastjórn Sjúkrasjóðs, uppstillingarnefnd um val á stjórnarfólki í LIVE og varamaður í laganefnd. Var varamaður í miðstjórn ASÍ 2018-2020. Ég hef mikla reynslu af kjaramálum, vegna samskipta minna við kjaramálafulltrúa VR og fleiri stéttarfélög, í tengslum við starf mitt sl. 18 ár. Ég tel mjög mikilvægt að hafa aðila í stjórn VR með mikla reynslu af mannauðs-, launa- og kjaramálum, eins og ég tel mig hafa. Ég hef mikinn áhuga á að nýta þessa reynslu mína áfram í stjórn VR, ásamt átta ára reynslu af stjórnarsetu í VR.


Helstu áherslur

Aukinn kaupmáttur, standa þarf vörð um að launahækkanir fari ekki beint út í verðlagið. Jafnræði í launahækkunum, með því að gæta þess að enginn hópur sitji eftir, VR er með breiðan hóp félagsfólks. Vinna þarf jafnt fyrir allt félagsfólk VR óháð launum, aldri, kyni og þjóðerni. Að VR bjóði upp á orlofshús erlendis. Halda áfram baráttunni í húsnæðismálum, auðvelda fyrstu kaup og gera leigumarkaðinn aðgengilegri. Aukin tækifæri til endurmenntunar, t.d. að á ákveðnu tímabili ávinnist tiltekinn réttur til námsleyfis, á reglubundnum launum. Sveigjanleg starfslok, með því að gefa félagsfólki sem komið er á aldur svigrúm til að minnka starfshlutfall sitt, áður en það lýkur störfum. VR sem landsfélag, vegna þess að það veitir meira jafnræði og er ákveðin hagræðing. Að lokum er mikilvægt að hlusta á óskir félagsfólks til að gera gott félag betra.

Takk fyrir lesturinn, þitt atkvæði skiptir máli.