Sigrún Guðmundsdóttir

Fæðingardagur og -ár
13. september 1959

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég hef starfað hjá Ikea síðan 2007, eða í að verða 17 ár. Á þessum tíma hef ég sinnt starfi svæðisstjóra innréttingadeildar, sem felur í sér mikil samskipti við bæði samstarfsfólk og viðskiptavini. Starfið krefst meðal annars lausnamiðaðrar hugsunar, og hana hef ég lagt sérlega áherslu á að tileinka mér. Núna starfa ég sem sérfræðingur í innréttingum. Áður en ég færði mig yfir til IKEA starfaði ég í mörg ár við filmuframköllun í Bókabúðinni Úlfarsfelli, annars er ég ekki mikið fyrir að breyta um starf. Fór í Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal.

Netfang
sigrun.gudmundsdottir@ikea.is


Reynsla af félagsstörfum

Kosin í stjórn VR 2019. Þetta er reynsla sem hefur gefið mér góða innsýn í þá vinnu sem unnin er hjá VR. Félagsstörf eru mér hugleikin, hef verið virkur þátttakandi á ASÍ þingum, LÍV þingum. Er í uppstillingarnefnd VR og fulltrúaráði lífeyrissjóðsins Ég hef jafnframt tekið virkan þátt í meirihluta námskeiða sem VR hefur boðið upp á.


Helstu áherslur

Mestu máli skiptir að félagsmenn geti treyst því að félagið beri hag þeirra fyrir brjósti og vinni af einurð að velferð þeirra í starfi og lífeyrismálum. Starfsfólk verslana er mér mjög hugleikið.