Þorvarður Bergmann Kjartansson

Fæðingardagur og -ár
2. mars 1992

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Tölvunarfræðingur hjá Advania

Netfang
thoddi@outlook.com

Facebook
ThorvardurVR


Reynsla af félagsstörfum

Ég var fyrst kjörinn í stjórn VR 2019 sem varamaður og svo aðalmaður ári seinna. Þar inni hef ég starfað í allskonar nefndum en er einstaklega ánægður með starf mitt í framtíðarnefnd, þar sem ég hef setið í formennsku í nokkur ár. Þar fer fram mikilvæg vinna í að sjá fyrir breytingar vegna tækninýjunga og vinna lausnir á hvernig við verjum hagsmuni okkar félaga í þessu mikla breytingaferli: t.d. með atvinnulýðræði og réttlátum umskiptum í víðum skilningi.

Árið 2020 var ég kjörinn í stjórn ASÍ-UNG og í fyrra tók ég þátt í mótun Ungliðaráðs VR og síðan formlegri stofnun þess í gegnum stjórn. Í Ungliðaráði VR tek ég þátt í hagsmunagæslu félaga VR sem eru 35 ára eða yngri, en það er um helmingur félagsfólks VR.


Helstu áherslur

Af mörgum mögulegum málefnum; húsnæðismál, stytting vinnuvikunnar, réttlát umskipti og hvernig VR skipuleggur sig sem félag til að sinna þörfum síns félagsfólks; vil ég veita atvinnulýðræði sérstaka athygli. Í flestum ESB löndum og öllum norðurlöndunum, nema Íslandi, er til réttur til atvinnulýðræðis: Þar sem starfsfólk stærri fyrirtækja á þann rétt að skipa sér ákveðinn fjölda fulltrúa í stjórnir þeirra fyrirtækja sem það starfar hjá. Evrópsk stéttarfélög líta raunar á atvinnulýðræði sem eitt af grunnstoðum “codetermination”, ásamt kjarasamningsréttar. Þegar líður á 4. iðnbyltinguna mun þetta verða nauðsynlegt tól í hagsmunagæslu vinnandi fólks í heimi hraðra tæknibreytinga. Auk þess þurfum við að þrýsta á breytt lagaumhverfi sem gerir vinnandi fólki kleift að stofna starfsmanna-samvinnufélög, fyrirtæki sem eru alfarið í eigu starfsfólks og er lýðræðislega stjórnað.