24. apr.
9:00-12:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams
Jasmina

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið - Ræktaðu vinnustað án fordóma

24. apríl kl. 9:00-12:00
Leiðbeinandi: Jasmina Vajzovic, stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Menningarnæmi snýst ekki bara um að læra og skilja að eitthvað sé öðruvísi eða frábrugðið. Það snýst einnig um að huga að, taka vel utan um og lyfta fjölbreytileikanum upp. Þannig aukum við líkurnar á því að búa til vinnustaði þar sem öll finna fyrir því að vera metin að verðleikum, tilheyra og sýnd virðing. Á þessu námskeiði fer Jasmina yfir hvað menningarnæmi er og þátttakendur fá að staðsetja sig á þeim ási til að átta sig betur á stöðu sinni. Hún veitir ráð og kennir á margskonar verkfæri sem aðstoða við að auka næmni og skilning. Námskeiðið er gagnvirkt, með léttum æfingum til að auka skilning á efninu og góður tími tekinn í að fræða og ræða efnið.

Það að skapa öruggt vinnuumhverfi, lágmarka fordóma, meta menningarlegan fjölbreytileika og fjölbreytta hæfileika fólks hefur margvíslegan ávinning fyrir vinnustaði. Efni þessa námskeiðis miðar að því að vera leiðarvísir varðandi það hvernig hægt er að skapa inngildandi og samtengdan vinnustað með menningarlegri næmni og því að fagna fjölbreytileikanum í starfsfólki. Hvort sem hann er menningarlegur, sköpunargáfa, skipulagshæfileikar eða annað.

Jasmina kom til Íslands fyrir tuttugu árum, sem barn á flótta frá Bosníu og Hersegóvínu, ásamt foreldrum sínum og hefur sérhæft sig í málefnum flóttafólks og innflytjenda. Hún er stjórnmálafræðingur, með diplómu i opinberri stjórnsýslu og stundar nú MBA nám. Hún rekur einnig ráðgjafafyrirtækið IZO ráðgjöf í þeim tilgangi að vera hvati að jákvæðum breytingum, sem talskona inngildingar og fjölbreytileika, í þeim tilgangi til að byggja bjartari framtíð saman. Hún er hokin af reynslu og tengir efnið við raunveruleg dæmi úr eigin starfi og lífi.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 9.hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Morgunmatur og hádegismatur í boði fyrir þau sem mæta á staðinn. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum Teams. Veldu þann möguleika sem hentar þér hér að ofan. Við skráningu færðu áminningu á netfangið sem þú ert með skráð hjá VR. Ef þú skráir þig sem þátttakanda rafrænt færðu sendan hlekk í tölvupóstinum. Þú getur séð hvaða netfang þú ert með skráð á Mínum síðum á vr.is. Einnig er hægt að setja viðburðinn í dagatalið sitt með því að smella á hnapp sem birtist við skráningu.