Vesturland

Snæfellsnes býður upp á fjölbreytt og töfrandi landslag. Nesið er um 90 km langt prýtt háum og oft og tíðum hrikalegum fjallgarði, sem mótast hefur við eldgos og jökulrof. Yst á fjallgarðinum trónir hinn dulmagnaði Snæfellsjökull og umhverfis hann hann Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Á Snæfellsnesi má finna ölkeldur, hvítar strendur, lífleg fuglabjörg, skemmtileg þorp og bæi. Brim og eyjar, einstakar gönguleiðir og fjölbreytt afþreying gerir ferð á Snæfellsnes sannarlega að ævintýri.

Borgarfjörður og Mýrar er svæði rómað fyrir náttúrufegurð. Fjölbreytni er mikil í náttúrunni og þar er auðvelt að upplifa fossa, fjöll, hraun og skóga, heita hveri og jökla. Útivistarmöguleikar eru fjölbreyttir. Sagan drýpur af hverju strái og fjölmörg söfn, setur og menningartengd þjónusta er á svæðinu.

Sjá nánar um orlofshús VR á Vesturlandi hér:

Upplýsingar um afþreyingu á Vesturlandi er að finna á www.west.is