Selma Björk Grétarsdóttir

Fæðingardagur og -ár
28. apríl 1971

Félagssvæði
Reykjavík og nágrenni

Vinnustaður, starf og menntun
Ég er ferðaráðgjafi hjá Air Atlanta og hef verið það í ein 14 ár, var áður hjá Ferðaskrifstofu Íslands og þar áður hjá Icelandair.
Ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Iðnskólanum í Reykjavik og nam svo Ferðaráðgjöf hjá Ferðamálaskóla Íslands en hef einnig setið ýmis námskeið í gegnum tíðina hjá NTV, Amadeus ofl.

Netfang
selmabg@internet.is

Horfa á kynningarmyndband hér.


Reynsla af félagsstörfum

Ég hef verið félagsmaður hjá VR alla tíð, verið trúnaðarmaður hjá Air Atlanta síðan 2012 og svo í trúnaðarráði VR síðan 2014. Ég hef einnig setið nokkur ASÍ þing og Landsþing verslunarmanna fyrir hönd VR. Hef alla tíð haft mikinn áhuga á félagsmálum.
Ég hef verið í stjórn VR síðan 2020 og varaformaður VR síðan 2023.


Helstu áherslur

Ég tel mikilvægt að félagsfólk VR viti um réttindi sín og þá þjónustu sem VR hefur upp á að bjóða, bæta hagsmuni félagsmanna ásamt því að bæta kjör félagsfólks svo félagsfólk getið notið og náð endum saman af sínum launum.
Vil sjá að ráðstöfunartekjur félagsfólks verði það góðar að fólk geti náð endum saman og lifað vel af sínum ráðstöfunartekjum ásamt því að geta sinnt sínum áhugamálum og notið þess að vera til.

Ég hef lengi haft mikinn áhuga á kjaramálum og vil því taka þátt í að bæta kjör félagsmanna og auka kaupmátt okkar allra ásamt því að finna lausn á húsnæðisvanda margra VR félaga.