Jafnréttisnefnd VR

VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga nr. 10/2008 sé virt þ.e. að konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fatlaðra og útlendinga á íslenskum vinnumarkaði.