Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Kvennafri 2022 Facebook Post 1 768X644 Mix

Almennar fréttir - 24.10.2022

Leiðréttum skakkt verðmætamat

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru konur með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 15 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.

Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 15:15. Sjá nánar á kvennafri.is. Þar má einnig sjá skýrslu forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa, sjá nánar hér.

Nú er tími til að leiðrétta skakkt verðmætamat!