Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul

Almennar fréttir - 17.11.2017

Þarftu að vera leikari til þess að geta veitt góða þjónustu?

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks stendur fyrir áhugaverðri ráðstefnu um þjónustu og hæfni. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn, 22. nóvember, kl. 13:00 – 16:00.

Meðal fyrirlesara eru Ásdís Jörundsdóttir, rekstrarstjóri skor.is, air.is og ellingsen.is, Sveinn Jóhannes Kjarval, samfélagsstjóri CCP og Bjartur Guðmundsson, leikari og frammistöðuþjálfi.

Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður menntamála hjá SVÞ en í pallborði verða Jón Björnsson, forstjóri Festi, María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Sigríður Elfa Elídóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Fotia.is og Þórhallur Guðlaugsson, Dósent í viðskiptafræði við HÍ og forstöðumaður meistaranáms í þjónustustjórnun hjá HÍ.

Nánari upplýsingar og skráning hér