Austurland

Austurland er meðal annars einstakt fyrir tignarleg fjöll, fjölbreytta menningu, hreindýr og fuglalíf. Mikill fjöldi ferðafólks leggur leið sína um Austurlandið á hverju ári, erlent ferðafólk sem kemur með Norrænu sem og fjöldi Íslendinga.

Austurland býður ferðafólki upp á sitt lítið af hverju í náttúrufari. Segja má að Austurland feli í sér hvað mestar andstæður náttúru og landslags sem finnanlegar eru hérlendis. Meginhluti Austurlands er á blágrýtissvæðinu eystra, þar sem miklir fjallgarðar setja svip á landslagið, en norðvesturhlutinn er á móbergssvæðinu þar sem landslagið er ungt og óþroskað, dalir mjóir og grunnir og engin fjöll nema eldfjöllin.

Sjá nánar um orlofshús VR á Austurlandi hér:

Nánari upplýsingar um afþreyingu á Austurlandi er að finna á www.east.is.